phone

Við finnum eignina fyrir þig

+354-616-8880

map marker

Löggiltur fasteignasali

Sigurður O Sigurðsson sos@eignalind.is

Ertu að leita þér að draumaeigninni á Spáni? Hvernig er best að leita og þegar þú finnur eign hvernig gengur þú þá frá kaupunum? Er öllum treystandi þarna úti? Þú veist kannski ekki að hver sem er getur farið að selja fasteignir á Spáni og víðar alveg sama hvaða bakgrunn hann hefur.

Er þá ekki best að vinna með aðilum sem eru löggiltir fasteignasalar og hafa starfað á fasteignamarkaði í 20 ár og lengur án þess að valda nokkrum skaða.

  1. Við viljum hjálpa þér að finna draumaeignina.
  2. Þú getur treyst okkur við erum í þessum business til langtíma en ekki fyrir eina sölu.
  3. Þú kemst í gegnum okkur í beint samband við fasteignafyrirtækið þannig að þú greiðir

ekkert milliliðagjald.

  1. Á Eignalieit.is áttu að geta fundið flest allar eignir sem varið er í á Spáni og Portugal þá erum við að tala um Costa Blanca, Costa Brava, Costa del Sol, Tenerife, Portugal og í nánustu framtíð fleiri lönd.

Fyrsta sem þú skalt gera við leitina að draumaeigninni er að finna út hverju þú ert að leita eftir

Hvernig eign viltu?

Hvað má hún kosta?

Er þetta aðal heimilið þitt eða annað heimili?

Hve mörg herbergi viltu hafa?

Eitthvað sésrstakt sem þú vilt endilega hafa eins og þaksvalir, góð lóð, útsýni, stutt í þjónustu?

Þegar þú ert komin með nokkuð á hreint hvernig eign þú vilt þá getur þú farið að leita og þegar þú finnur spennandi eign hér á leitarvélinni Eignaleit þá getur þú haft samband við okkur og við hjálpum þér að komast í samband við byggingarverktakann, fasteignasöluna eða einstaklinginn sem hefur með þessa eign að gera og við getum hjálpað þér eins mikið í ferlinu og þú vilt. Við þekkjum þetta allt og erum með lögfræðinga og fasteignasala bæði á Íslandi og úti sem geta passað uppá að allt sé í lagi.

Eignalind fasteignasala og okkar starfsmenn hafa um árabil sérhæft sig í að aðstoða Íslendinga til að láta stóra drauminn um að eignast heimili í sólinni rætast og

við leggjum áherslu á að okkar viðskiptavinir verði ánægðir alla leið.


Deila síðunni